Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Myndband: McIlroy fékk tvo erni á þremur holum
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 20:12

Myndband: McIlroy fékk tvo erni á þremur holum

Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy, lék í dag fyrsta hringinn á Genesis Invitational mótinu á 3 höggum undir pari.

Norður-Írinn er þessa stundina jafn í 5. sæti í mótinu en enn eiga nokkrir kylfingar eftir að hefja leik á fyrsta keppnisdegi mótsins.

Líkt og svo oft áður sló McIlroy vel í dag en hann gerði sér til að mynda lítið fyrir og fékk tvo erni á þriggja holu kafla. Fyrri örninn kom á 17. holunni og sá seinni á 1. holu en hann hóf leik á 10. teig.

Það má þó fylgja sögunni að McIlroy fékk skolla í millitíðinni og lék því holurnar þrjár samtals á þremur höggum undir pari.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af örnunum hjá McIlroy en stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.