Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Myndband: Kuchar byrjaði á 64 höggum
Matt Kuchar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 23:11

Myndband: Kuchar byrjaði á 64 höggum

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar fór vel af stað á Genesis Invitational mótinu sem hófst í dag á PGA mótaröðinni.

Þegar fréttin er skrifuð er Kuchar þremur höggum á undan næstu mönnum í efsta sætinu en hann er á 7 höggum undir pari eftir fyrsta keppnishringinn.

Alls fékk Kuchar 7 fugla á hringnum og tapaði ekki höggi á hinum frábæra Riviera golfvelli í Los Angeles.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af bestu höggum Kuchar á hringnum sem er í leit að sínum 10. titli á PGA mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.