PGA: Morikawa einn á toppnum
Fyrsti hringur Workday Charity Open mótsins á PGA mótaröðinni var leikinn í gær. Það er hinn 23 ára gamli Collin Morikawa sem í forystu eftir fyrsta hring. Hann er þó aðeins höggi á undan Adam Hadwin sem situr í öðru sæti.
Morikawa fékk einn örn á hringnum í gær og sex fugla á fyrstu 17 holunum og var því á átta höggum undir pari. Skolla á 18. holunni gerði það að verkum að hann endaði hringinn á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.
Eftir skolla á fyrstu holunni gerði Hadwin engin mistök og fékk sjö fugl á til að koma sér á sex högg undir par. Þar með tyllti hann sér í annað sætið höggi á eftir Morikawa.