Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

PGA mótaröðin herðir reglur varðandi skimun
Brooks Koepka er einn þeirra sem hefur dregið sig úr leik vegna kórónuveirunnar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 20:25

PGA mótaröðin herðir reglur varðandi skimun

PGA mótaröðin tilkynnti í dag að einstaklingum yrði ekki hleypt inn á golfvallarsvæðið fyrr en neikvæðar niðurstöður úr Covid-19 prófi lægju fyrir.

Þessi tilkynning kemur í kjölfar þess að kylfingar sem greindust með kórónuveiruna hefðu verið á golfvellinum meðan beðið var niðurstaðna.

Átta kylfingar hafa þurft að draga sig úr leik vegna kórónuveirusmita, þar af sjö þessa móthelgi. Annað hvort hafa kylfingar sjálfir greinst með veiruna, kylfuberar þeirra eða einhver nákominn.

Í yfirlýsingunni stóð að frá og með næsta móti (Rocket Mortgage Classic) munu kylfingar, kylfuberar ásamt öllum öðrum einstaklingum 'innan bubblunnar' verður ekki hleypt inn á golfvallarsvæðið fyrr en að neikvæðar niðustöður úr Covid-19 prófi lægju fyrir.