Fréttir

PGA: Reed sigraði á Northern Trust mótinu
Patrick Reed.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2019 kl. 22:09

PGA: Reed sigraði á Northern Trust mótinu

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni í golfi.

Reed lék hringina fjóra á 16 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Abraham Ancer sem varð annar.

Reed var með forystu eftir þrjá hringi í mótinu en var búinn að missa hana til Jon Rahm þegar nokkrar holur voru eftir af mótinu. Rahm fékk hins vegar skolla á 14. og 15. holu á meðan Reed gaf í og fékk fugl á 14. og 16. holu. Að lokum átti Reed tæplega eins metra pútt eftir fyrir sigri sem fór í miðja holu.

Með sigrinum er Reed kominn upp í 2. sæti FedEx stigalistans þegar tvö mót eru eftir af tímabilinu. Brooks Koepka er enn í efsta sætinu en hann endaði í 30. sæti í móti helgarinnar.

Næsta mót PGA mótaraðarinnar er BMW meistaramótið þar sem 70 efstu kylfingar stigalistans berjast um 30 laus sæti á lokamótinu, TOUR Championship.

Lokastaða efstu kylfinga:

1. Patrick Reed, -16
2. Abraham Ancer,-15
3. Harold Varner III, -14
3. Jon Rahm, -14
5. Adam Scott, -13
6. Jordan Spieth, -12
6. Rory McIlroy, -12
6. Louis Oosthuizen, -12
6. Brandt Snedeker, -12

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640