Fréttir

PGA: Streb leiðir eftir tvo hringi (Myndband)
Robert Streb.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 21. nóvember 2020 kl. 10:30

PGA: Streb leiðir eftir tvo hringi (Myndband)

Bandaríkjamaðurinn Robert Streb er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á RSM Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni um þessar mundir.

Streb er samtals á 14 höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 63 höggum eða 9 höggum undir pari.

Streb er í leit að sínum öðrum titli á PGA mótaröðinni en sá fyrri kom árið 2014 á McGladrey Classic mótinu.

Camilo Villegas, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, er í öðru sæti á 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 6 höggum undir pari. Villegas er einnig í leit að sínum fyrsta titli á PGA mótaröðinni frá árinu 2014.

Bandaríkjamennirnir Bronson Burgoon og Patton Kizzire eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Þriðji hringur mótsins fer fram í dag, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.