Fréttir

PGA: Thomas hóf titilvörnina með látum
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 8. janúar 2021 kl. 18:39

PGA: Thomas hóf titilvörnina með látum

Justin Thomas hóf titilvörnina á Sentry Tournment of Champions mótinu með miklum látum í gær en þetta er fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni og eru aðeins sigurvegarar síðasta tímabils á meðal keppenda auk nokkurra aðra kylfinga. Thomas er jafn í efsta sætinu ásamt Harris English.

Báðir léku þeir á 65 höggum í gær, eða átta höggum undir pari. Thomas tapaði ekki höggi á hringnum í gær, hann fékk fimm fugla á fyrri níu holunum og fimm á þeim síðari. English fékk einn skolla á hringnum en á móti fékk hann einn örn. Hann bætti svo við sjö fuglum.

Greinilegt er að Thomas líður vel á þessu móti en hann hefur leikið gríðarlega vel undanfarin ár. Mótið er alltaf leikið á Kapalua Plantation vellinum á Havaí og síðustu níu hringi hefur Thomas leikið á samtals 40 höggum undir pari.

Sex kylfingar eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari en það eru þeir Robert Streb, Sergio Garcia, Nick Taylor, Ryan Palmer, Sungjae Im og Patrick Reed.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.