Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

PGA: Þrír með Covid-19
Bill Haas á eitt frægasta högg í sögu PGA mótaraðarinnar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 21:07

PGA: Þrír með Covid-19

Þrír kylfingar hafa þurft að draga sig úr leik á RSM Classic mótinu sem hefst á fimmtudaginn á PGA mótaröðinni í golfi vegna Covid-19. Ekki hafa jafn margir keppendur á mótaröðinni þurft að draga sig úr leik frá því júní þegar fjórir keppendur greindust með veiruna.

Kylfingarnir þrír sem eru úr leik eru þeir Kramer Hickok, Henrik Norlander og Bill Haas sem dró sig fyrstur úr leik. Hickok komst einmitt inn í mótið í kjölfar þess að Haas gat ekki tekið þátt en er nú á leið í einangrun.

kylfingur.is
kylfingur.is

Í stað Hickok kemur Rhein Gibson inn í RSM Classic og þá tekur Ryan Brehm sæti Norlander.

Örninn járn 21
Örninn járn 21