Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

PGA: Tveir jafnir á toppnum á lokamóti tímabilsins
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 4. september 2020 kl. 23:23

PGA: Tveir jafnir á toppnum á lokamóti tímabilsins

Fyrsti hringur Tour Championship mótsins var leikinn í dag en um er að ræða lokamót tímabilsins á PGA mótaröðinni og mun í lok þessa móts ráðast hvaða kylfingur hreppir FedEx-bikarinn og þær 15 milljónir bandaríkja dala sem með honum fylgja. Eftir fyrsta hringinn eru það þeir Dustin Johnson og Jon Rahm sem eru jafnir á toppnum.

Þar sem Johnson var efstur á FedEx listanum fyrir mótið byrjaði hann mótið á samtals 10 höggum undir pari. Næstur honum var Jon Rahm á átta höggum undir pari. Rahm lék á 65 höggum í eða fimm höggum undir pari á meðan Johnson lék á 67 höggum. Þeir eru því jafnir á 13 höggum undir pari.

Justin Thomas byrjaði mótið á sjö höggum undir pari og er nú kominn á 11 högg undir par eftir hring upp á 66 högg.

Hringur dagsins kom frá Rory McIlroy, sem er nýbakaður faðir, og Abraham Ancer. Þeir léku báðir á 64 höggum eða sex höggum undir pari. McIlroy er einn í fjórða á níu höggum undir pari á meðan Ancer er einn í fimmta á sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Dustin Johnson.