Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Poulter búinn að finna nýjan pútter
Ian Poulter er búinn að finna pútterinn sem hann mun nota á Opna breska.
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 15:48

Poulter búinn að finna nýjan pútter

Ian Poulter auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter á dögunum og í kjölfarið fékk hann senda ótal púttera..

Ian Poulter auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter á dögunum og í kjölfarið fékk hann senda ótal púttera frá hinum og þessum framleiðendum í golfinu. Þessi 37 ára kylfingur ákvað að leggja pútternum sem hann lék með í Ryder-bikarnum á síðasta ári en þá lék hann frábært golf og stóð sig frábærlega.

„Ég er búinn að velja pútter,“ skrifaði Poulter á Twitter. „Ég mun nota Odyssey White Damascus. Boltinn rúllar mjög vel og prófun er lokið.“

Örninn 2025
Örninn 2025

Poulter fékk pútterinn sendan á skrifstofu sína og æfingasvæði í London en þar prófaði hann nokkra púttera í síðustu viku. Poulter er vanur að nota púttera í langan tíma en taldi sig þurfa á breytingu núna.

„Púttin voru ekki að fara niður og þá þarf stundum á breytingu að halda. Ég er búinn að vera með tvo púttera í notkun á síðustu fjórum árum þannig að ég geri ekki róttækara breytingar. Vonandi virkar þetta í Opna breska,“ sagði Poulter.