Fréttir

R&A og USGA með tillögur að aðgerðum til að takmarka högglengd
Bryson DeChambeau.
Miðvikudagur 3. febrúar 2021 kl. 14:30

R&A og USGA með tillögur að aðgerðum til að takmarka högglengd

Fyrir rétt um ári síðan birtu R&A og bandaríska golfsambandið (USGA) kynntu sameiginlega skýrslu (e. Distance Insights Report)  þar sem sagði að skoða þyrfti þann möguleika á að setja einhverjar hömlur á það hversu langt kylfingar geta slegið með nútíma kylfum og boltum.

Í gær birtu samböndin loks lista af þáttum sem yrður skoðaðir sem gætu hugsanlega komið í veg fyrir að bestu kylfingar heims slái boltann jafn langt og þeir gera nú til dags.

Til að einfalda málið fyrir almenning þá eru þetta fjórir hlutir sem R&A og USGA eru að skoða sem geta haft áhrif á högglengd.

  1. Breyta því hvernig framleiðendur prófa kylfur
  2. Breyta stillingum á núverandi kylfum
  3. Minnka hámarkslengd á kylfu úr 48 tommum niður í 46 tommur
  4. Gera mótshöldurum keift að hafa tímabundnar reglur fyrir það ákveðna mót sem lætur kylfinga slá styttra.

Fyrstu þrír punktarnir eru allt hlutir sem hafa verið ræddir að einhverju leyti. Síðasti punkturinn er aftur á móti á nýr á nálinni og gæti sá þáttur til að mynda reynst mótshöldurum Opna meistaramótsins mikilvægur þar sem margir af völlunum sem Opna meistaramótið er haldið á eru einfaldlega orðnir of stuttir við ákveðnar aðstæður.

Eins og fyrir ári síðan verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála og sjá hver þróunin verður.