Fréttir

Ragnhildur á pari eftir fyrsta hring á úrtökumóti fyrir LPGA
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. ágúst 2022 kl. 10:57

Ragnhildur á pari eftir fyrsta hring á úrtökumóti fyrir LPGA

Ragnhildur Krstinsdóttir lék fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumannamótaröðina í Bandaríkjunum sem fram fer á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu en leikið er á þremur völlum.

Ragnhildur lék á parinu, 72 höggum og er jöfn í 102. sæti með tuttugu og fimm öðrum. Hún fékk fimm fugla, fimm skolla og átta pör.

„Þetta var fínn hringur og byrjun sem ég var að vonast eftir. Var að koma með mér í smá vandræði af teig en náði að bjarga mér vel með góðum jarnahöggum,“ sagði Ragnhildur í stuttu spjalli við kylfing.is.

311 keppendur hófu leik á 1. stigi úrtökumótsins. Alls eru þrjú stig á úrtökumótunum fyrir LPGA. Eftir þriðja keppnisdag, 54 holur, er niðurskurður og má gera ráð fyrir að um 130 keppendur komist í gegnum niðurskurðinn.