Fréttir

Ragnhildur og Hulda Clara leika á Evrópumóti áhugakvenna á Ítalíu
Hulda Clara lék á 77 höggum á fyrsta hring
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 21. júlí 2021 kl. 15:34

Ragnhildur og Hulda Clara leika á Evrópumóti áhugakvenna á Ítalíu

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hófu í dag leik á Evrópumóti áhugakvenna. Leikið er á Royal Park, Allianz vellinum í Roveri á Ítalíu.

Hulda Clara hóf leik rétt fyrir hádegi að staðartíma og hefur lokið fyrsta hring á 77 höggum eða 5 höggum yfir pari. Ragnhildur byrjaði sinn hring klukkan 14.20 og er á 3 höggum yfir pari eftir 12 holur þegar þetta er skrifað.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Leikinn er höggleikur á mótinu og skorið er niður eftir þrjá hringi. 60 efstu og jafnir leika svo lokahringinn um Evrópumeistaratitil áhugakvenna.

Staðan í mótinu