Fréttir

Risameistarar ársins upplifðu breytta tíma eftir sigur sinn í ár
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 24. nóvember 2020 kl. 20:23

Risameistarar ársins upplifðu breytta tíma eftir sigur sinn í ár

Það fylgir því yfirleitt mikil athygli og dagskrá að fagna sigri á einu af risamótunum fjórum. Í ár voru aðeins þrjú risamót leikinn en sökum kórónuveirufaraldursins var Opna meistaramótinu aflýst. Sigurvegarar hinna þriggja upplifðu töluvert öðruvísi fögnuð en gengur og gerist.

Eftir sigurinn þurfa kylfinga vanalega að mæta á verðlaunaafhendingu, að henni lokinni er mikið af viðtölum. Næstu tveir dagar eru oft uppbókaðir af viðtölum og ýmsum atburðum sem kylfingarnir þurfa að mæta í sökum skyldu sinnar við styrktaraðila sína.

Í ár var aftur á móti allt annað upp á teningnum. Kylfingar annað hvort fóru í viðtöl gegnum tölvu eða fóru einfaldlega bara í frí.


Collin Morikawa.

Collin Morikawa var upptekinn daginn eftir sigur sinn á PGA meistaramótinu en hann fékk mikla athygli þar sem hann er aðeins 23 ára gamall. Morikawa þurfti þó ekki að fara út af heimilinu heldur mætti hann í ýmsa spjallþætti gegnum tölvuna sína.


Bryson DeChambeau.

Bryson DeChambeau spyrði umboðsmann sinn eftir sex högga sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu hvað hann þyrfti að gera.

„Hann spurði mig, 'Hvað þurfum við að gera?',“ sagði umboðsmaður DeChambeau. „Ég sagði, 'Ef þú vilt vera í símanum allan morgundaginn þá er það þín ákvörðun.“

Að lokum var það Dustin Johnson sem fagnaði sigri á Masters mótinu. Hann hafði ákveðið að fara í frí með fjölskyldu sína til St. Barts sem er eyja í Karabíska hafinu og hélt sér algjörlega við það plan.