Fréttir

Sam Burns sigraði á Sanderson Farms
Sam Burns vann sinn annan sigur á PGA mótaröðinni í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 4. október 2021 kl. 06:37

Sam Burns sigraði á Sanderson Farms

Keppni á Sanderson Farms mótinu lauk í gær í Jackson Mississippi.

Sam Burns lék á 22 höggum undir pari og sigraði með eins höggs mun. Næstir komu Nick Watney og Cameron Young.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Burns vann þar með sinn annan sigur á mótaröðinni en hann hafði áður sigrað á Valspar mótinu í maí.

Nick Watney sem endaði í öðru sæti var lengi einn af fremstu kylfingum heims en hefur átt í vandræðum með leik sinn síðustu ár. Hans síðasti sigur á mótaröðinni kom árið 2012 en spilamennskan í þessu móti gefur vonandi fyrirheit um bjartari tíma.

Lokastaðan í mótinu