Fréttir

Samanburður á Tiger og Morikawa
Collin Morikawa hefur byrjað sinn feril frábærlega.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 08:01

Samanburður á Tiger og Morikawa

Tiger Woods kom fram á sjónarsviðið með miklum látum á tíunda áratug síðustu aldar. Hann er nú af flestum talinn besti kylfingur allra tíma.

Collin Morikawa hefur byrjað sinn feril sem atvinnumaður frábærlega. Það eru þó ekki margir sem hafa gengið svo langt að spá því að hann nái sömu hæðum og Woods gerði á sínum ferli.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Einhverjir eru þó að bera þá saman og er athyglisvert að skoða samanburð á tölfræði þeirra úr fyrstu 60 mótunum sem atvinnumenn.

Tiger með fleiri sigra, níu gegn sex en Morikawa með stærri sigra, tvo risatitla á móti einum og eitt Heimsmót gegn engu. Meiri stöðugleiki hjá Tiger sem missti aðeins af einum niðurskurði í fyrstu 60 mótunum en Morikawa fimm.

Þar sem helst skilur á milli er í meðalskori þar sem Tiger er næstum heilu höggi lægri sem er ansi mikið.

Morikawa er frábær kylfingur en framtíðin verður að leiða í ljós hvort hann nái að komast nálægt þeim 15 risatitlum sem Tiger hefur unnið. En afar ólíklegt verður að teljast að hann komist svo mikið með tærnar þar sem Tiger hefur hælana í fjölda sigra á PGA mótaröðinni en Tiger hefur sigrað 82 sinnum þar.