Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Samningur milli Árborgar og GOS undirritaður
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 16. apríl 2021 kl. 22:18

Samningur milli Árborgar og GOS undirritaður

Sveitarfélagið Árborg og Golfklúbbur Selfoss hafa undirritað samstarfssamning vegna uppbyggingar 18 holu golfvallar á Selfossi. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá nánar hér.

Samningurinn felur í sér að Golfklúbbur Selfoss (GOS) taki að sér framkvæmdir við stækkun Svarfhólsvallar á Selfossi í 18 holur. Nú þegar er fínn 9 holu völlur á svæðinu en markmið uppbyggingarinnar er að byggja glæsilegan golfvöll sem gæti tekið við stærstu mótum landsins auk þess sem lögð verður áhersla á að umhverfi hans verði til fyrirmyndar og muni nýtast íbúum og gestum sem almennt afþreyingar- og útivistarsvæði.

Sólning
Sólning

GOS hefur fengið Edwin Roald með sér í lið og verður hann hönnuður vallarins. Edwin hefur tekið þátt í hönnun nokkurra golfvalla hér á landi og mun að sögn Árborgar leggja mikla áherslu á umhverfismál í hönnuninni á Selfossi.

Sveitarfélagið Árborg greiðir samkvæmt samningnum 150 milljónir króna til framkvæmdanna sem skiptast í 10 jafnar greiðslur næstu 10 ár. 

Örninn járn 21
Örninn járn 21