Fréttir

Sautján kylfingar á undir pari á fyrsta keppnisdegi á Garðavelli
Valdís lék vel á heimavelli á fyrsta hring. Myndir/[email protected]
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. maí 2020 kl. 19:45

Sautján kylfingar á undir pari á fyrsta keppnisdegi á Garðavelli

Heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var í ham á heimavelli á fyrsta keppnisdegi B59 hotel mótinu á GSÍ mótaröðinni sem hófst í dag. Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Bergsson eru efstir og jafnir í karlaflokki.

Alls léku 17 keppendur undir pari Garðavallar í dag í frábærum aðstæðum og veðri.

Mótið er fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ 2020 og er Golfklúbburinn Leynir framkvæmdaraðili mótsins.

GR-ingar eru áberandi í toppbaráttunni en fjórir af fimm efstu eru úr GR að loknum fyrsta keppnisdeginum.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1.-2. Haraldur Franklín Magnús, GR 67 högg (-5)

1.-2. Hákon Örn Magnússon, GR 67 högg (-5)

3. Hlynur Bergsson, GKG 68 högg (-4)

4.-5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 69 högg (-3)

4.-5. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) 69 högg (-3)

6.-9. Aron Emil Gunnarsson, (GOS) 70 högg (-2)

6.-9. Bragi Arnarson, (GR) 70 högg (-2)

6.-9. Ragnar Már Ríkharðsson, (GM) 70 högg (-2)

6.-9 Jóhannes Guðmundsson, (GR) 70 högg (-2)

10.-14. Kristófer Tjörvi Einarsson, (GV) 71 högg (-1)

10.-14. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 71 högg (-1)

10.-14. Sverrir Haraldsson, (GM) 71 högg (-1)

10.-14. Lárus Ingi Antonsson, (GA) 71 högg (-1)

10.-14. Andri Þór Björnsson, (GR) 71 högg (-1)

Þrír atvinnukylfingar eru efstir í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu eftir 1. keppnisdaginn á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra Jónsdóttir, sem er á heimavelli á þessu móti, er efst á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er höggi á eftir á -4 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi undanfarin tvö ár, er þriðja á -1.

Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu af bláum teigum í kvennaflokki. Guðrún Brá á það met en það setti hún árið 2012 og er 66 högg.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67 högg (-5)

2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68 högg (-4)

3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71 högg (-1)

4.-5. Saga Traustadóttir, (GR) 73 högg (+1)

4.-5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, (GA) 73 högg (+1)

6.-7. Hulda Clara Gestsdóttir,  (GKG) 74 högg (+2)

6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74 högg (+2)

8. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, (GR) 75 högg (+2)

9.-12. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, (GK) 76 högg (+4)

9.-12. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, (GOS) 76 högg (+4)

9.-12. Berglind Björnsdóttir, (GR) 76 högg (+4)