Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Schwartzel frá vegna meiðsla út tímabilið
Charl Schwartzel.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. júní 2019 kl. 21:20

Schwartzel frá vegna meiðsla út tímabilið

Suður-afríski kylfingurinn Charl Schwartzel tilkynnti fyrr í vikunni að hann yrði ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla í úlnlið. Hann mun eyða næstu vikum og mánuðum í endurhæfingu til þess að koma í veg fyrir samslags meiðsli í framtíðinni.

Árið hefur verið Schwartzel mjög erfitt en í þeim 13 mótum sem hann hefur leikið í hefur hann aðeins komist í gegnum niðurskurðinn fimm sinnum. Í einu af þeim mótum sem hann komst áfram þurfti hann að draga sig úr leik.

Besti árangur Schwartzel á tímabilinu kom í Púertó Ríkó en þá endaði hann jafn í sjötta sæti og vikuna eftir endaði hann jafn í 16. sæti á Honda Classic mótinu.

Í tilkynningu sem hann birti á Twitter síðu sinni segist hann vera pirraður yfir því að þurfa að taka þessa ákvörðun en segist í leiðinni vera spenntur fyrir framtíðinni þar sem hann eigi nóg eftir af sínum ferli.