Scott með Covid og spilar ekki á Zozo meistaramótinu
Adam Scott hefur dregið sig úr leik á Zozo meistaramótinu sem fer fram dagana 22.-25. október á PGA mótaröðinni eftir að hafa greinst með Covid-19.
Scott er 15. kylfingurinn á PGA mótaröðinni til að greinast með kórónuveiruna og þriðji kylfingurinn af 20 efstu í heiminum á jafn mörgum vikum.
Ástralinn var á meðal þeirra allra seinustu sem mættu aftur til leiks eftir Covid-19 hlé fyrr á árinu en hann spilaði ekki í móti fyrr en í ágúst á PGA meistaramótinu.
Í stað Scott spilar Bandaríkjamaðurinn Jim Herman á Zozo meistaramótinu. Mótið hefst í dag og er það Tiger Woods hefur titil að verja. Hér er hægt að sjá stöðuna.