Fréttir

Scott spilað í öllum risamótum frá árinu 2001
Adam Scott.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. apríl 2021 kl. 11:03

Scott spilað í öllum risamótum frá árinu 2001

Ástralinn Adam Scott hefur haldið ótrúlegum stöðugleika á ferli sínum og verið einn besti kylfingur heims í 20 ár. Um helgina lék hann í 78. risamótinu sínu í röð en hann hefur ekki misst af risamóti frá árinu 2001.

Frá því að Scott spilaði á Opna mótinu árið 2001 hefur Scott nú leikið í 78 risamótum í röð þar sem hápunktur ferilsins kom árið 2013 á Masters mótinu þegar hann fagnaði sigri. Alls hefur Scott endað í topp-10 í 19 tilfellum og 38 sinnum á meðal 25 efstu.

Árangur Scott í risamótum á ferlinum:

Sigrar: 1
2. sæti: 2
3. sæti: 3
Topp-5: 9
Topp-10: 19
Topp-25: 38

Scott hefur þó ekki náð að sýna sitt rétta andlit á Masters mótinu í ár og er neðstur þeirra sem komust í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi. Lokahringurinn fer fram í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í Masters mótinu.