Shell Houston mótið farið af stað á PGA mótaröðinni
Fyrir um klukkustund síðan hófst Shell Houston Open í Texas. Það býður upp á síðasta sætið á Masters mótinu í næstu viku, þ.e.a.s. hafi maður ekki þegar unnið sér þann rétt. Þar með hlýtur mikil spenna að liggja í loftinu hvort að sigurvegari mótsins hafi þegar þátttökurétt á Masters eður ei.
Nokkrir þekktir einstaklingar eru með á mótinu á borð við þá sem voru í tveimur efstu sætunum í síðustu viku, Jordan Spieth og Jimmy Walker. Saman í ráshóp, 12:40 á staðartíma, eru svo Matt Kuchar, Sergio Garcia og Rickie Fowler en einnig eru kallar á borð við Phil Mickelson, Lee Westwood, Padraig Harrington, J.B. Holmes, ásamt mörgum fleirum flottum kylfingum.