Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Sigurbolti Woods til sölu
Tiger Woods.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 11:00

Sigurbolti Woods til sölu

Það er orðið vel þekkt að hinir ýmsu hlutir sem frægir einstaklingar hafa notað geta selst fyrir svimandi háar upphæðir á uppboðum. Nú gefst almenningi færi á að eignast golfboltann sem Tiger Woods notaði á 18. og síðustu holunni í Masters mótinu um síðustu helgi. 

Boltinn sem tryggði honum sigurinn er framleiddur af Bridgestone og myndi undir venjulegum kringumstæðum kosta um 600 kr. Hins vegar er búist við því að boltinn seljist á um 500.000 dollara eða rúmar 60 milljónir króna.

Það er Goldin Auctions sem stendur fyrir uppboðinu og lét stofnandi samtakanna, Ken Goldin, hafa eftir sér að þar sem aðdáendur Tiger Woods væru margir hverjir vel efnaðir væru líkur á því að boltinn myndi seljast á svona háu verði.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is