Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Sigurður Arnar í 2.-3. sæti í Póllandi - lenti í bráðbana um sigurinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 17. apríl 2024 kl. 14:50

Sigurður Arnar í 2.-3. sæti í Póllandi - lenti í bráðbana um sigurinn

Sigurður Arnar Garðarson endaði jafn í efst sæti á móti á Sand Valley golfsvæðinu í Póllandi en varð í 2.-3. sæti eftir bráðabana. Þetta var þriðja mótið í röð á þessu svæði og er hluti af Ecco golfmótaröðinni á Norðurlöndum.

Sigurður og Svíarnir Hannes Rönneblad og Sebastian Petersen voru jafnir og enduðu á sjö undir pari en mótinu lauk í dag. Petersen vann svo með fugli á annarri holu bráðabanans.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Bjarki Pétursson endaði jafn í 6. sæti á -5 en hann varð í 7. sæti á öðru mótinu. Aron Júlíusson varð jafn í tíunda sæti á -4. Hlynur Bergsson varð jafn í 24. sæti.

Lokastaðan á þriðja mótinu.

Lokastaðan á öðru mótinu.

Lokastaðan á fyrsta mótinu.

Bjarki Pétursson er eftir sjö mót í 10. sæti á stigalistanum og hefur leikið gott golf í vetur. Hann hefur þrisvar verið meðal tíu efstu, þar af einu sinni í 2. sæti. Fimm efstu á Ecco mótaröðinni munu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2025.

Aron Júlíusson er í 18. sæti og Sigurður Arnar er í 20. sæti. Hlynur Bergsson er í 45. sæti, Kristófer Orri Þórðarson er í 91. og Ragnar Garðarsson í 123. sæti. Kristófer Karl Karlsson úr GM lék einungis á þriðja mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sigurður Arnar og Aron Júlíusson hafa leikið í 3 mótum en hinir í sjö mótum. Sex af Íslendingunum eru úr GKG en Kristófer er í GM:

Fimm efstu á Ecco mótaröðinni munu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2025.

Staðan á stigalistanum.