Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Sjö lið búin að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Íslandsmóts golfklúbba
Íslandsmeistarar síðasta árs hafa unnið báða sína leiki í bæði karla- og kvennaflokki.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 23. júlí 2020 kl. 21:50

Sjö lið búin að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Íslandsmóts golfklúbba

Sjö lið eru með fullt hús stiga eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmóti golfklúbba sem fer fram á Leirdals- og Urriðavelli.

Í 1. deild karla unnu GKG, GR og og GK báða leiki sína í dag en í 1. deild kvenna vann sveit GM einnig alla sína leiki. Þar með er ljóst að þessi lið komast í undanúrslitin og skipta því fyrri leikir morgundagsins litlu máli fyrir umrædd lið.

Það eru sveitir GM og GA sem berjast um síðasta lausa sætið í undanúrslitum í 1. deild karla en í fyrstu umferð skildu þessi lið jafnt 2,5-2,5.

Tveir leikir eru leiknir á laugardaginn en eftir hádegi fara undanúrslitin fram og kemur þá í ljós hvaða lið leika til úrslita.

Hér er hægt að sjá stöðuna í A riðli karla

Hér er hægt að sjá stöðuna í B riðli karla

Hér er hægt að sjá stöðuna í A riðli kvenna

Hér er hægt að sjá stöðuna í B riðli kvenna