Fréttir

Spieth með eins höggs forystu á Pebble Beach
Jordan Spieth.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 13. febrúar 2021 kl. 09:00

Spieth með eins höggs forystu á Pebble Beach

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á móti vikunnar á PGA mótaröðinni, AT&T Pebble Beach Pro-Am.

Spieth hefur leikið fyrstu tvo hringi mótsins samtals á 12 höggum undir pari og er höggi á undan samlanda sínum Daniel Berger sem lék á 6 höggum undir pari í dag.

Líkt og Kylfingur greindi frá í vikunni náði Spieth sínum besta árangri á PGA mótaröðinni um síðustu helgi í 21 mánuð þegar hann endaði í 4. sæti á WM Phoenix Open. Hann virðist því vera að nálgast sitt rétta form þessa dagana en hann var besti kylfingur heims fyrir nokkrum árum.

Henrik Norlander heldur áfram að leika vel og er í 3. sæti á 10 höggum undir pari, höggi á undan Patrick Cantlay, Tom Lewis og Paul Casey sem deila f´jorða sætinu á 9 höggum undir pari.

Þriðji hringur mótsins fer fram í dag, laugardag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.