Fréttir

Stækkun á klúbbhúsi GV samþykkt
Klúbbhús GV.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 21:59

Stækkun á klúbbhúsi GV samþykkt

Golfklúbbur Vestmannaeyja tilkynnti á dögunum að stjórn klúbbsins hefði samþykkt að hefja vinnu við viðbyggingu á húsnæði klúbbsins. Þessu greinir klúbburinn frá en Íslandsmótið í höggleik fer fram á vellinum árið 2022.

Fyrirhugað er að byggja við neðri hæð núverandi klúbbhús og verður þar að finna golfherma ásamt geymslu fyrir golfbíla GV. Nú þegar er svæði fyrir skápa á neðri hæðinni og verður það óbreytt þó einhver endurskipulagning gæti átt sér stað.

Einnig verður farið í að útbúa búningsherbergi fyrir konur og karla á efri hæðinni auk þess sem stefnt er að því að fjölga salernum.

Jarðvinna mun hefjast á næstu vikum ef plön ganga eftir og verður þessi framkvæmt gerð í áföngum næstu tvö árin. Áætlaður kostnaður við verkið er á bilinu 40-50 milljónir.

Ágætu kylfingar Stjórn GV samþykkti á fundi sínum í byrjun janúar að hefja vinnu við viðbyggingu á húsnæði klúbbsins....

Posted by Golfklúbbur Vestmannaeyja on Saturday, January 30, 2021