Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Stefán Ragnar lék á 68 höggum í Leirunni
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 22:20

Stefán Ragnar lék á 68 höggum í Leirunni

Á laugardaginn fór fram opið golfmót hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls tóku rúmlega 100 kylfingar þátt í mótinu á Hólmsvelli sem kemur vel undan vetri.

Stefán Ragnar Guðjónsson GS lék á lang besta skorinu í mótinu þegar hann kom inn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Stefán var á höggi yfir pari eftir tvær holur en fékk fimm fugla á næstu 16 holum og tapaði ekki höggi. 

Sólning
Sólning

Spilamennska Stefáns dugði til sigurs í höggleiknum en hann lék 9 höggum betur en næstu kylfingar. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hans úr mótinu:

Helstu úrslit mótsins:

Höggleikur:

1. Stefán Ragnar Guðjónsson, 68 högg (-4)
2. Markús Marelsson, 77 högg
2. Margeir Vilhjálmsson, 77 högg
2. Hlynur Jóhannsson, 77 högg

Punktakeppni:

1. Halldór Rúnar Þorkelsson, 40 punktar (betri seinni níu)
2. Stefán Ragnar Guðjónsson, 40 punktar
3. Sindri Snær Rúnarsson, 39 punktar

Örninn járn 21
Örninn járn 21