Fréttir

Stefnir á að brjóta ekki kylfu á árinu
Brandon Stone.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 21:38

Stefnir á að brjóta ekki kylfu á árinu

Evrópumótaröð karla fékk nokkra af bestu kylfingum mótaraðarinnar til að greina frá markmiðum sínum fyrir árið 2020.

Líkt og áhugakylfingarnir eru atvinnumennirnir með háleit markmið og verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra á núverandi tímabili.

Kylfingarnir sem rætt var við voru þeir Louis Oosthuizen, Matt Fitzpatrick, Tom Lewis, Brandon Stone, Francesco Laporta og Adrian Meronk.

Skemmtilegasta markmiðið átti Stone en hann ætlar að passa sig að brjóta ekki kylfu á árinu en hann hefur líklega átt erfitt með að hemja skapið á golfvellinum til þessa.

Markmiðin voru eftirfarandi:

Louis Oosthuizen:

1. Komast aftur í topp-10 á heimslista karla
2. Berjast um sigur í risamóti

Matt Fitzpatrick:

1. Komast í Ryder liðið 2020
2. Komast í topp-20 á heimslista karla
3. Vinna mót

Tom Lewis:

1. Vinna mót
2. Komast í topp-30 á heimslista karla
3. Komast í Ryder liðið 2020

Brandon Stone:

1. Enda í topp-20 á Race to Dubai stigalistanum
2. Komast í topp-50 á heimslista karla
3. Ekki brjóta golfkylfu

Francesco Laporta:

1. Spila í risamóti
2. Öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó
3. Halda þátttökurétti mínum á Evrópumótaröð karla

Adrian Meronk:

1. Lækka meðalskorið mitt
2. Halda þátttökurétti mínum á Evrópumótaröð karla
3. Komast í lokamót ársins á Evrópumótaröð karla
4. Vinna í líkamlega hlutanum og bæta við mig vöðvamassa