Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Sveiflukenndur dagur hjá Guðmundi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 5. júní 2021 kl. 21:54

Sveiflukenndur dagur hjá Guðmundi

Þriðji hringur D+D Real Czech Challenge mótsins var leikinn í dag en Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR er á meðal keppenda. Hringurinn var nokkuð sveiflukenndur og er Guðmundur jafn í 56. sæti fyrir lokadaginn

Á hringnum í dag fékk Guðmundur fjóra fugla en á móti fékk hann þrjá skolla og tvo skramba. Hann endaði því á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.

kylfingur.is
kylfingur.is

Eftir daginn er Guðmundur samtals á einu höggi yfir pari. Eins og áður sagði er hann jafn í 56. sæti en lokadagur mótsins er leikinn á morgun.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21