Fréttir

Talor Gooch náði sínum fyrsta sigri á Sea Island
Talor Gooch vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í kvöld.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 20:55

Talor Gooch náði sínum fyrsta sigri á Sea Island

Hinn 30 ára gamli Talor Gooch gaf engin færi á sér á lokahring RSM Classic mótsins sem kláraðist í kvöld.

Gooch lék á 64 höggum í dag og samtals á 22 höggum undir pari og var sigur hans aldrei í hættu. Þetta var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni.

Með sigrinum fær hann þátttökurétt á mótaröðinni úr árið 2024 og boð á Players mótið, Masters mótið, PGA meistaramótið og mörg fleiri. Það má því með sanni segja að sigurinn breyti miklu fyrir Gooch.

McKenzie Hughes endaði í öðru sæti á 19 höggum undir eftir frábæran lokahring sem hann lék á 62 höggum. Sebastian Munoz endaði einn í þriðja sæti á 18 höggum undir.

Tyelr McCumber endaði í 4. sæti ásamt nokkrum öðrum eftir að hafa leikið á 60 höggum á lokahringnum. Frábær spilamennska hjá honum.

Lokastaðan í mótinu