Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Þórður Rafn endaði í 32. sæti á Ceevee Leather Open
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 21:46

Þórður Rafn endaði í 32. sæti á Ceevee Leather Open

Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson (GR) lauk leik á Ceevee Leather mótinu á Pro Golf mótaröðinni í dag. Lokahringinn lék Þórður á 2 höggum yfir pari og lauk því keppni samtals á þremur höggum yfir pari.

Þórður komst örugglega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við efstu 45 kylfinga en hann var í 21. sæti fyrir lokahringinn. 74 högg í dag gerðu það að verkum að hann datt aðeins niður listann og endaði í 32. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Heimamaðurinn Max Kramer sigraði mótið en hann lék á 11 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Nú tekur við smá hvíld hjá Þórði Rafni á Pro Golf mótaröðinni en næsta mót á mótaröðinni er ekki fyrr en í byrjun júlí.