Fréttir

Þriðji sigur Pedersen á Evrópumótaröð kvenna kom eftir bráðabana
Emily Kristine Pedersen.
Sunnudagur 15. nóvember 2020 kl. 18:59

Þriðji sigur Pedersen á Evrópumótaröð kvenna kom eftir bráðabana

Mikil spenna var á lokadegi Aramco Saudi Ladies International mótsins og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Það voru þær Emily Kristine Pedersen og Georgia Hall sem enduðu jafnar en svo fór að lokum að Pedersen fagnaði sigri á þessu nýja móti á Evrópumótaröð kvenna.

Fyrir daginn var Pedersen með tveggja högga forystu á Hall. Þær tvær skiptust á að vera í efsta sætinu og var staðan þannig að Hall var höggi á undan Pedersen þegar á 18. holu var komið. Pedersen sló þá frábært högg inn á flöt og átti góðan möuleika á erni. Hún náði þó aðeins í fugl og átti Hall því möguleika á að sigra en púttið geigaði og varð því að grípa til bráðabana.

Í bráðabananum fékk Pedersen fugl á meðan Hall fékk par. Þetta var annars sigur hennar á þessu ári og þriðji sigurinn á Evrópumótaröð kvenna

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.