Fréttir

Þrír Íslendingar með á Norður-Írlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 17:54

Þrír Íslendingar með á Norður-Írlandi

Á morgun hefja þrír Íslendingar leik á Áskorendamótaröðinni en leikið er á Norður-Írlandi. Mótið sem um ræðir er Northern-Ireland Open og er þetta fyrsta mót á mótaröðinni síðan um miðjan júlí. Það eru þeir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús sem eru á meðal keppenda.

Það er Andri Þór sem hefur leik af íslenskum strákunum en hann á rástíma klukkan 11:10 að staðartíma sem er 10:10 að íslenskum tíma. Hann leikur með þeim Jack Harrison frá Englandi og Garrick Higgo frá Suður-Afríku.

Haraldur er næstur og á hann út klukkan 13:45 að staðartíma og er það þeir Gary King frá Englandi og Chris Robb frá Skotlandi sem leika með honum í holli.

Að lokum hefur Guðmundur leik klukkan 14:50 að staðartíma sem er jafnframt síðasti rástími dagsins. Með honum í holli eru þeir Harrison Woan og Andrew Willey báðir frá Englandi.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Andri Þór Björnsson.


Haraldur Franklín Magnús.