Fréttir

Þrír kylfingar undir pari á fyrsta keppnisdegi Íslandsmóts unglinga
Sigurður Arnar Garðarsson lék á þremur höggum undir pari í gær.
Laugardagur 17. ágúst 2019 kl. 09:27

Þrír kylfingar undir pari á fyrsta keppnisdegi Íslandsmóts unglinga

Fyrsti hringur Íslandsmóts unglinga í höggleik fór fram á föstudaginn á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Þrír kylfingar byrjuðu mótið með látum og komu inn á skori undir pari en það voru þeir Sigurður Arnar Garðarsson (-3), Böðvar Bragi Pálsson (-2) og Jón Gunnarsson (-1). Jón fékk einmitt flesta fugla á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk alls sex fugla á hringnum.

Alls er leikið í átta flokkum í Íslandsmótinu og eru heimamenn í GKG í forystu í fjórum flokkum og GR-ingar í þremur. Hér er hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Staðan í flokkunum má sjá hér fyrir neðan:

17-18 ára kk:

1 Sigurður Arnar Garðarsson GKG -3 68 högg
2 Jón Gunnarsson GKG -1 70 högg
3 Hjalti Hlíðberg Jónasson GKG 0 71 högg
T4 Lárus Ingi Antonsson GA 1 72 högg
T4 Aron Emil Gunnarsson GOS 1 72 högg

17-18 ára kvk:

1 Árný Eik Dagsdóttir GKG 5 76 högg
2 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 7 78 högg
3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 8 79 högg
T4 María Björk Pálsdóttir GKG 10 81 högg
T4 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 10 81 högg

15-16 ára kk:

1 Böðvar Bragi Pálsson GR -2 69 högg
2 Breki Gunnarsson Arndal GKG 0 71 högg
3 Róbert Leó Arnórsson GKG 1 72 högg
T4 Kjartan Sigurjón Kjartansson GR 2 73 högg
T4 Björn Viktor Viktorsson GL 2 73 högg

15-16 ára kvk:

1 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 5 76 högg
T2 Eva María Gestsdóttir GKG 7 78 högg
T2 Katrín Sól Davíðsdóttir GM 7 78 högg
4 María Eir Guðjónsdóttir GM 9 80 högg
5 Bjarney Ósk Harðardóttir GR 11 82 högg

14 ára og yngri kk:

1 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 5 76 högg
T2 Elías Ágúst Andrason GR 6 77 högg
T2 Veigar Heiðarsson GA 6 77 högg
T4 Guðjón Frans Halldórsson GKG 8 79 högg
T4 Markús Marelsson GKG 8 79 högg

14 ára og yngri kvk:

1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 7 78 högg
2 Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir GKG 18 89 högg
T3 Auður Bergrún Snorradóttir GA 20 91 högg
T3 Sara Kristinsdóttir GM 20 91 högg
T5 Helga Signý Pálsdóttir GR 21 92 högg
T5 Karen Lind Stefánsdóttir GKG 21 92 högg

19-21 árs kk:

1T Sverrir Haraldsson GM 2 73 högg
1T Hilmar Snær Örvarsson GKG 2 73 högg
3 Daníel Ísak Steinarsson GK 4 75 högg
T4 Lárus Garðar Long GV 5 76 högg
T4 Páll Birkir Reynisson GR 5 76 högg

19-21 árs kvk:

1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 7 78 högg
2 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 12 83 högg
3 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB 21 92 högg