Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tiger öfundar sveiflu sex ára sonar síns
Tiger með syni sínum og dóttur á par 3 holu mótinu á Players.
Þriðjudagur 9. júní 2015 kl. 07:00

Tiger öfundar sveiflu sex ára sonar síns

Tiger Woods öfundar golfsveiflu sex ára sonar síns, Charlie Woods, og ekki skal undra eftir útreiðina sem hann fékk á þriðja degi Memorial mótsins sem haldið var á Muirfield Village í Ohio ríki.

„Hann er með ýmislegt í sinni sveiflu sem ég er að reyna að koma inn hjá mér,“sagði Tiger fyrir mótið og bætti við.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Mér líður mun betur að koma inn í þessa viku en ég gerði fyrir Players vikuna.“

Hafa skal það í huga að þessi orð voru látin falla fyrir mótið og því væri réttast að spyrja hvort Tiger sé að meta stöðu sína rétt.

Tiger Woods á að baki 14 risatittla á PGA mótaröðinni en hann hefur ekki unnið einn slíkan frá því að hann vann U.S. Open árið 2008.