Fréttir

Todd í forystu FedEx listans
Brendon Todd.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 12:21

Todd í forystu FedEx listans

Brendon Todd varð um helgina fyrsti kylfingurinn á tímabilinu 2019/2020 til þess að vinna tvö mót. Mótin sem Todd hefur nú unnið eru Bermuda Championship mótið og Mayakoba Golf Classic mótið.

Með þessum tveimur sigrum er Todd nú kominn á topp FedEx stigalistans með samtals 822 stig. Hann hefur leikið í sjö mótum á þessum tímabili. Í fyrstu fimm mótunum komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn, hann endaði svo jafn í 28. sæti á Houston Open mótinu áður en hann vann síðustu tvö mótin sem hann tók þátt í.

Lanto Griffin er í öðru sæti með 740 stig, eða 82 stigum á eftir Todd. Rory McIlroy kemur svo næstur með 713 stig. McIlroy hefur aðeins leikið í tveimur mótum og vann hann annað mótið og endaði jafn í 3. sæti í hinu.

Staða 10 efstu manna má sjá hér að neðan og listann í heild sinni má náglst hérna.