Fréttir

Tómas á sex undir pari á opnunardegi Korpu
Þetta eru þekktir GR-ingar, svolítið kuldalegir á opnunardegi Korpu. Mynd/GR.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 13. maí 2024 kl. 16:29

Tómas á sex undir pari á opnunardegi Korpu

Tómas Eiríksson Hjaltesteð lék Korpúlfsstaðavöll á sex höggum undir pari á opnunardegi vallarins síðasta laugardag. Eitthundrað og níutíu manns mættu í opnunarmótið.

Heimamenn voru ánægðir með ástandið á Korpu, flatir með góðu rennsli, nýir malbikaðir stígar og góður leikhraði, segir í frétt á heimasíðu GR.

Úrslit í opnunarmótinu:

Forgjöf 0-14

 1. Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson 43 punktar
 2. Gunnar Þórður Jónsson 41 punktar
 3. Leifur Kristjánsson 39 punktar

Forgjöf 14,1 og hærra

 1. Benedikt Aron Guðnason 40 punktar
 2. Sigurður Helgi Hlöðversson 39 punktar
 3. Gestur Jónsson 37 punktar

Besta skor: Tómas Eiríksson Hjaltested 66 högg

Nándarverðlaun:

 • 3.braut: Böðvar Bragi Pálsson 84 cm
 • 6.braut: Helga Friðriksdóttir 19 cm
 • 9.braut: Rut Aðalsteinsdóttir 162 cm
 • 13.braut: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 158 cm
 • 17.braut: Höskuldur Ólafsson 106 cma