Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Tveir búnir að draga sig úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu eftir jákvætt Covid-próf
Scottie Scheffler.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. september 2020 kl. 21:40

Tveir búnir að draga sig úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu eftir jákvætt Covid-próf

Opna bandaríska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta mun verða fyrsta risamót tímabilsins 2020/2021 á PGA mótaröðinni. Mótið átti upphaflega að fara fram í júní á þessu ári en var fært vegna kórónuveirufaraldursins. Leikið er á Winged Food vellinum en mótið var síðasta haldið þar árið 2006.

Tveir kylfingar hafa þurft að draga sig úr leik vegna jákvæðs Covid-prófs.

Fyrr í morgun tilkynnti Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler að hann hefði fengið jákvætt úr sínu prófi og þyrfti því að draga sig úr leik. Það var svo síðar í dag að Englendingurinn Sam Horsfield varð að draga sig úr leik vegna jákvæðs prófs.

Kylfingarnir sem koma í stað þeirra inn í mótið eru þeir Rory Sabbatini og Branden Grace.


Sam Horsfield.

Örninn járn 21
Örninn járn 21