Fréttir

Undirbúinn fyrir það versta - vonum það besta! Harrington æfir heima
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 16. mars 2020 kl. 10:26

Undirbúinn fyrir það versta - vonum það besta! Harrington æfir heima

Kylfingar um allan heim eru komnir í keppnisfrí en hefur öllum golfvöllum verið lokað en þó einhverjum. Írinn Padraig Harrington setti myndskeið af sér í gær þar sem hann sagðist hafa slegið nokkur högg með fleygjárninu. „Það er erfitt að setja sig í gír á þessum erfiðum tímum. Undirbúinn í það versta, vonum það besta.“

Eitt af mótum ársins er stærsta golfmótið sem haldið er annað hvert ár, Ryder bikarinn. Harrington er fyrirliði Evrópuliðsins 2020. Mótið fer fram í september í Bandaríkjunum.