Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Úrtökumótin: Bjarki á tveimur yfir pari
Bjarki Pétursson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 16:10

Úrtökumótin: Bjarki á tveimur yfir pari

Bjarki Pétursson GKB hóf leik í dag á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram á Bonmont golfvellinum á Spáni.

Bjarki lék fyrsta hring mótsins á tveimur höggum yfir pari og er jafn í 55. sæti en þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarki reynir fyrir sér í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina.

Á hring dagsins fékk Bjarki fimm skolla og þrjá fugla en hann er sjö höggum á eftir efstu mönnum.

Eftir fjóra hringi komast um 20 kylfingar áfram á lokastig úrtökumótanna. Bjarki er þessa stundina þremur höggum frá 20. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 


Skorkort Bjarka á fyrsta keppnisdeginum.

Sjá einnig:

Úrtökumótin: Haraldur um miðjan hóp á Alenda svæðinu