Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur um miðjan hóp á Alenda svæðinu
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 16:05

Úrtökumótin: Haraldur um miðjan hóp á Alenda svæðinu

Haraldur Franklín Magnús GR hóf leik í dag á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram á Alenda svæðinu.

Haraldur lék fyrsta hring mótsins á tveimur höggum yfir pari og er jafn í 50. sæti þegar flestir kylfingarnir hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi.

Á hring dagsins fékk Haraldur fjóra skolla og tvo fugla en hann er átta höggum á eftir efstu mönnum.

Eftir fjóra hringi komast um 20 kylfingar áfram á lokastig úrtökumótanna. Haraldur þarf því að leika vel næstu daga til þess að ná því.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 


Skorkort Haralds.

Sjá einnig:

Úrtökumótin: Bjarki á tveimur yfir pari