Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur í góðum málum eftir tvo hringi
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 10:37

Úrtökumótin: Haraldur í góðum málum eftir tvo hringi

Haraldur Franklín Magnús lék frábært golf á öðrum degi 1. stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Austurríki. 107 kylfingar eru mættir á keppnisstaðinn og er barist um 22 sæti á næsta stigi.

Fyrsta hringinn lék Haraldur á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann fylgdi því eftir með hring upp á 66 högg í dag. Á hringnum fékk hann sjö fugla, einn skolla og restina pör. Hann er því samtals á 10 höggum undir pari og er sem stendur jafn í efsta sætinu.

Skor keppenda er gott og efsti maður gærdagsins, Svíinn Jonathan Agren, hóf til að mynda leik fyrir um hálftíma síðan og gæti því staðan breyst eitthvað. Það verður þó að teljast líklegt að Haraldur verði á meðal efstu manna en í fyrra endaði Haraldur á 9 höggum undir pari og varð hann þá jafn í 20. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.