Fréttir

Úrtökumótin: Ljóst hvar íslensku kylfingarnir spila næstu tvo daga
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 18:19

Úrtökumótin: Ljóst hvar íslensku kylfingarnir spila næstu tvo daga

Annar keppnisdagur lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð karla fór fram í dag á Lumine svæðinu á Spáni. Leikið er á tveimur völlum á svæðinu, þeim Lakes og Hills, og léku íslensku kylfingarnir allir á Lakes vellinum í dag.

Búið er að birta rástíma fyrir næstu tvo keppnisdaga og er keppendum skipt upp eftir skori fyrstu tveggja daganna.

Bjarki og Guðmundur leika þriðja hringinn á Hills vellinum og þann fjórða á Lakes vellinum. Röðin er öfug hjá Andra sem leikur á Lakes vellinum á morgun.

Eftir tvo daga af sex er Guðmundur efstur af íslenska hópnum í 22. sæti á 4 höggum undir pari. Bjarki er á þremur höggum undir pari í 40. sæti og Andri Þór er í 120. sæti á 2 höggum yfir pari.

Rástímar íslenska hópsins næstu tvo daga eru eftirfarandi:

Hringur 3:

8:10 (að íslenskum tíma): Bjarki, Hills
8:25: Andri Þór, Lakes
8:40: Guðmundur Ágúst, Hills

Hringur 4:

9:10: Bjarki, Lakes
9:20: Andri Þór, Hills
9:45: Guðmundur Ágúst, Lakes

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.