Fréttir

Valdís jók forskotið - Haraldur Franklín með nauma forystu
Haraldur Frankín er með högg í forskot. Myndir/[email protected]
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 24. maí 2020 kl. 10:56

Valdís jók forskotið - Haraldur Franklín með nauma forystu

Valdís Þóra Jónsdóttir er með fjögurra högga forystu en Haraldur Franlín eitt högg eftir tvo daga af þremur á B59 hotel stigamóti GSÍ sem fram fer á Garðavelli á Akranesi.

Valdís hefur leikið af miklu öryggi á heimavelli og er í allt öðrum gír en á mótiinu á Hlíðavelli um síðustu helgi. Hún á fjögur högg á Ólafíu og stefnir á öruggan sigur.

Hjá körlunum er mun harðari keppni en Haraldur Franklín á högg á Hákon Örn Magnússon og þrjú á Hlyn Bergsson. Höggi þar á eftir koma Axel Bóasson sem átti besta hringinn í 2. umferð og Suðurnesjamaðurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, elsti keppandinn í karlaflokki. Þeir eru báðir á -5.

Þriðji keppnisdagur er í dag sunnudag og lýkur leik um kvöldmatarleytið.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 

1. Haraldur Franklín Magnús, GR 67-68 högg (-9)
2. Hákon Örn Magnússon, GR 67-69högg (-8)
3. Hlynur Bergsson, GKG 68-70 högg (-6)
4.-5. Axel Bóasson, (GK) 73-66 högg (-5)
4.-5. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 71-68 högg (-5)
6.-7. Andri Þór Björnsson, (GR) 71-69 högg (-4)
6.-7. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) 69-71 högg (-4)
8.-9. Jóhannes Guðmundsson, (GR) 70-71 högg (-3)
8.-9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, (GR) 69-72 högg (-3)
10.-11. Aron Snær Júlíusson, (GKG) 75-67 högg (-2)
10.-11. Lárus Ingi Antonsson, (GA) 71-71 högg (-1)

Staðan er hér: 

Skor - holu fyrir holu - smelltu hér.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67-68 högg (-9)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68-72 högg (-4)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71-72 högg (-1)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74-71 högg (+1)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 74-75 högg (+5)
6. Saga Traustadóttir, (GR) 73-76 högg (+6)
7. Berglind Björnsdóttir, (GR) 76-77 högg (+9)

Guðrún, Ólafía og Valdís á Garðavelli.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson lék vel á öðrum keppnisdegi.