Fréttir

Vill fá golfhring með Tom Brady
Tom Brady er fyrir löngu orðinn goðsögn í ameríska fótboltanum. Hann er líka mjög frambærilegur kylfingur.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 08:25

Vill fá golfhring með Tom Brady

Eins og flestir vita þá er Tom Brady sennilega besti leikmaður allra tíma í NFL deildinni. Á sunnudaginn setti hann enn eitt metið í deildinni þegar hann kastaði fyrir snertimarki númer 600 á ferlinum.

Mike Evans sem greip boltann frá Brady og skoraði snertimarkið henti boltanum upp í stúku þar sem Byron Kennedy var svo heppinn að grípa boltann.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Fljótlega varð forráðamönnum Tampa Bay Buccaneers ljóst að þarna var dýrmætur bolti á ferð. Þeir sendu því einn af starfsmönnum sínum til að reyna að semja um að fá boltann aftur. Sem tókst með þessum formerkjum:

Seinna kom í ljós að boltinn er að minnsta kosti 65 milljón króna virði á uppboðsmörkuðum. Í kjölfarið urður fjölmiðlar vestanhafs mjög áhugasamir um málið og vildu meina að Buccaneers liðið hefði farið illa með Kenndey.

Kennedy var ekki á sama máli, eina sem hann vildi endursemja um var að fá að spila golfhring með átrúnaðargoðinu Tom Brady.