Fréttir

Westwood kylfingur janúar mánaðar
Lee Westwood.
Mánudagur 10. febrúar 2020 kl. 23:25

Westwood kylfingur janúar mánaðar

Janúar var svo sannarlega góður mánuður fyrir Lee Westwood en í dag var hann kosinn kylfingur janúar mánaðar á Evrópumótaröð karla.

Í mánuðinum vann Westwood sitt 25. mót á mótaröðinni og varð hann þá aðeins þriðji kylfingurinn í sögu mótaraðarinnar til þess að vinna mót á fjórum mismunandi áratugum.

Mótið sem Westwood vann var Abu Dhabi HSBC Championship mótið og kom hann sér þannig á topp Race to Dubai stigalistans. Hann þénaði einnig rúmlega 1 milljón Evra.