Fréttir

Westwood þriðji kylfingurinn til að vinna mót á fjórum mismunandi áratugum
Lee Westwood.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 19:06

Westwood þriðji kylfingurinn til að vinna mót á fjórum mismunandi áratugum

Eins og hefur komið fram þá vann Lee Westwood sitt 25. mót á Evrópumótaröðinni í dag þegar hann fagnaði sigri á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu. Með sigrinum komst Westwood einnig í mjög fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið mót á Evrópumótaröðinni á fjórum mismunandi áratugum.

Aðeins tveir aðrir kylfingar hafa náð þessum árangri en það eru þeir Des Smyth og Mark McNulty.

Fyrsti sigur Westwood kom árið 1996 þegar að hann vann Volvo Scandinavian Masters mótið. 10. sigur Westwood kom svo árið 2000 þegar að hann fagnaði sigri á Deutsche Bank-SAP Open TPC of Europe. Árið 2011 vann hann svo sitt 21. mót á mótaröðinni þegar að hann vann Ballantine's Championship. Svo í dag kom 25. sigurinn sem var á nýjum áratug og hefur hann því unnið mót síðustu fjóra áratugina.

„Þetta var góð vika,“ sagði Westwood brosandi. „Ég á erfitt með að trúa því að ég er orðinn gamall. Það er orðið erfitt að vinna.“

McNulty vann á sínum tíma 16 mót á Evrópumótaröðinni. Fyrsti sigur hans kom árið 1979, annar sigurinn kom árið 1980, níundi sigurinn kom árið 1990 og að lokum vann hann sitt 16 og síðasta mót árið 2001

Smyth vann átta mót á mótaröðinni og kom fyrsti sigur hans líka árið 1979. Hans annar sigur kom árið 1980, sjöundi sigurinn kom svo árið 1993 og að lokum kom áttundi sigurinn árið 2001.

Árangurinn hjá Westwood er því ansi merkilegur en til þess að ná þessum árangri þurfa kylfinga að leika á mótaröðinni í 21 ár. Westwood tok 24 ár í að ná þessum áfanga.