Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

Westwood sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
Lee Westwood.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 12:29

Westwood sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu

Englendingurinn Lee Westwood sigraði í dag á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla.

Westwood lék hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari og sigraði að lokum með tveggja högga mun. Í dag lék hann á 5 höggum undir pari og hafði betur gegn nokkrum af bestu kylfingum heims á endasprettinum.

Frakkinn Victor Perez og Englendingarnir Tommy Fleetwood og Matt Fitzpatrick deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Perez og Fleetwood léku stórkostlegt golf í dag og komu báðir inn á 9 höggum undir pari.

Westwood er nú kominn með 25 sigra á Evrópumótaröðinni á sínum ferli en fyrir þennan sigur kom sá síðasti árið 2018 þegar hann sigraði á Nedbank Golf Challenge.

Efsti kylfingur heimslistans, Brooks Koepka, endaði í 34. sæti á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

1. Lee Westwood, -19
2. Victor Perez, -17
2. Tommy Fleetwood, -17
2. Matt Fitzpatrick, -17
5. Louis Oosthuizen, -15