Fréttir

Yfirburðasigur hjá Berglindi á Leirumótinu
Berglind Björnsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 6. júní 2021 kl. 21:44

Yfirburðasigur hjá Berglindi á Leirumótinu

Berglind Björnsdóttir fagnaði í dag öruggum sigri á Leirumótinu, þriðja stigamóti ársins á GSÍ mótaröðinni. Leikið var á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Það má segja að Berglind hafi verið komin með níu putta á titilinn fyrir daginn í dag. Hún var átta höggum á undan næstu kylfingum. Eftir níu holur var forystan komin niður í sjö högg en Saga Traustadóttir, sem var þá í öðru sæti, komst aldrei nær. Berglind fékk þrjá fugla á síðari níu holunum og endaði hún daginn á 72 höggum, eða pari vallar. Hún endaði mótið á þremur höggum yfir pari, átta höggum betur en Saga sem varð ein í öðru sæti.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir varð ein í þriðja sæti á 17 höggum yfir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.